LÍFSSTÍLLINN

DEKUR ALLA DAGA

Þú lærir að búa til þínar eigin snyrtivörur.

100% náttúrulegar snyrtivörur.

Ný sýn á einföld hráefni.

Dekur í nýju ljósi.

SKRÁNING!

Þú lærir að þekkja virknina í náttúrlegum og eiturefnalausum innihaldsefnum undir handleiðslu snyrtifræðings.

Lífið er of stutt til að vera í öðru sæti.

Settu þig í fyrsta sæti og lifðu þeim lífstíl sem þig langar…

Dekrar þú þig sjaldan og setur þig ekki í fyrsta sæti?

Hefur þú hugsað út í hvaða efni eru í snyrtivörunum sem þú notar?

Blöskrar þér sóun á umbúðum og vilt bæta þar úr fyrir umhverfið?

JÁ, nú tek ég skrefið!

Snyrtivörur

Þú lærir að hanna umhverfisvænar vörur fyrir allan líkamann. Andlit, hendur, fætur, líkamann, hár og neglur. 

Nýjung

Í fyrsta skipti á Íslandi er boðið uppá námskeið þar sem þú lærir að búa til þínar eigin húðvörur undir handleiðslu snyrtifærðings.

Samfélag

Þú verður hluti af uppbyggilegu samfélagi af eins þenkjandi einstaklingum sem veitir stuðning í ferlinu. 

Skráðu þig núna, byrjaðu strax og fáðu veglegan bónus með í kaupbæti. 

Byrjaðu strax að búa til þínar eigin snyrtivörur strax í dag. Núna færð þú veglegan bónus með kaupum á Lífstílnum Dekur alla daga svo þú getur gefið þér góðan tíma í að dekra þig og búa til dásamlegar fallegar og náttúrulegar snyrtivörur. Í Dekur alla daga lífstílnum kennum við þér að búa til þínar eigin 100% hreinu og náttúrulegu dekur snyrtivörur fyrir allann líkamann á einfaldan og skemmtilegan hátt.

Undir handleiðslu snyrtifræðings lærir þú að búa til eiturefnalausar snyrti- og spavörur sem virka fyrir þína húð úr hráefnum sem auðvelt er að nálgast. 

Þú færð allan þann stuðning og allar þær upplýsingar sem þú þarft til þess að skapa dásamlega spa upplifun fyrir þig og þína og búa til þína eigin snyrtivörulínu.

Já takk, þetta er minn lífstíll!

Náttúrulegt

Við vinnum aðeins með náttúruleg og auðfáanleg hráefni í uppskriftirnar okkar.

Einfalt

Öll framleiðslan er einföld í vinnslu og samsetning varanna tekur stuttan tíma að útbúa.

Skemmtilegt

Að kynnast hráefnum á algerlega nýjan hátt og gefa þeim nýjan tilgang er svo gaman.

Hvað er innifalið í lífstílnum?

  • Sýnikennsla og fræðsla í hverjum mánuði.
  • Ný kennslumyndbönd og snyrtivöruformúla í hverri viku.
  • Hljóðupptökur og fræðslumyndbönd um innihaldsefni snyrtivara, húðumhirðu og dekurnudd. 
  • Aðgangur að kennslugátt.
  • Aðgangur að appi kennsluappi.
  • Sér hannaðir prentanlegir merkimiðar á hverja vöru.
  • Aðgangur að lokuðum hópi til stuðnings í gegnum ferlið.
  • Stuðningur frá fagaðilum allan tíman.

Bónus: Fræðslufundir í beinni á Zoom 1x í mánuði. 

Samanlagt andvirði sambærilegra náttúrlegra snyrtivara sem þú munt búa til á mánuði fer auðveldlega í 23.600 - 31.600 út úr búð.

Já, ég þarf klárlega dekur alla daga!

Baldey Pétursdóttir

Hvað finnst þér skemmtilegast af því sem við höfum gert í sambandi við námskeiðið? 

Mér finnst þetta allt áhugavert og skemmtilegt sem þið eruð að gera. Þið leggið augljóslega hjartað ykkar í þetta og það skilar sér alla leið.

Guðlaug Yngvadóttir

Hvað finnst þér skemmtilegast af því sem við höfum gert í sambandi við námskeiðið? 

Ég er ennþá amazed yfir fyrstu hlutunum, Jasmin andlitsspreyinu og Turmerik drykknum.

Margrét Fanney Bjarnadóttir

Horfir þú öðruvísi á dekur en þú gerðir áður?

 „Ójá allt öðruvísi, áður var dekur bara ef maður fór að gera eitthvað þ.e.a.s leikhús, bíó, út að borða en núna nýt ég þess að hlusta á fugla söng og hlusta á hafið. Og gef mér meiri tíma til að hugsa um lífið og tilveruna. Ekki hluti“

Stígðu skrefið inn í sjálfbærni með náttúrulegum hráefnum.

Lærðu að búa til:

  • Maska
  • Skrúbba
  • Baðsölt
  • Salva
  • Krem
  • Mist
  • Tannkrem
  • Svitalyktaeyðir
  • Andlits hreinsi, hárvörur og fleira og fleira.
Já, þetta hljómar mjög spennandi!

ER DEKUR ALLA DAGA FYRIR ÞIG?

Taku prófið og sjáðu hvort netnámskeiðið henti þér.

Ég ætla klárlega að vera með!

Erla María Kristinsdóttir

Ég mæli 100% með þessu námskeiði. Það á eftir að koma þér mjög á óvart hvað hægt er að gera með vörum sem þú átt sennilega inni í skáp. Leiðbeinendurnir eru yndislegir, skapandi, skemmtilegir og umfram allt mjög lifandi í því sem þær eru að gera. Maður finnur fyrir ástríðu þeirra í sambandi við efnið og þær ná að kveikja þann áhuga og ástríðu hjá þátttakendum eins og mér. Það kom mér á óvart hvað þetta eru góðar snyrtivörur sem þær kenna manni að búa til. 100% náttúrulegar, virka mjög vel og munu spara manni stórar fjárhæðir í framtíðinni þegar maður þarf ekki að kaupa rándýrar snyrtivörur út úr búð. Það er allt jákvætt við þetta námskeið.

Guðrún Eiríksdóttir

Ég fékk algjörleg nýja sýn á endurvinnslu hugmyndina í heild og hvað það leynist mikil hollusta og notagildi í daglegum hversdagslegum efnum sem eru við fætur okkar án þess að við gefum þeim neinn gaum. Mundi hiklaust mæla með svona námskeiði við alla. Ég vil minnast á ljúfmennsku og færni þeirra Dísu og Brynju, fallegan lestur og framsetningu á öllu efninu það er bara snilldin ein. Frábært fyrir alla bæði langhlaupara eins og mig og gefa sér góðan tíma til að prófa og svo er líka hægt að demba sér í allt strax ef það hentar. Endalaust hamingjusöm með þetta og kærar þakkir þið yndislegu konur.

 

Kolbrún Jenný Gunnarsdóttir

Þær sem hugsa umhverfisvænt vilja örugglega vera með. Líka þær sem vilja gera sínar eigin snyrtivörur fyrir ekki svo mikin pening. Þetta er námskeið sem fær fólk til að hugsa út fyrir boxið og svo er boðskapurinn svo yndislegur.