Sumartilboð í örfáa daga
Sem bónus eftir viðburðinn um mátt íslensku flórunnar langar okkur að bjóða þeim sem komu á viðburðinn og langar að halda áfram sérstakt sumartilboð inná Lífsstílinn okkar Dekur alla daga.
Skoda námskeiðDekur alla daga Lífsstíllinn
Lærðu að hanna umhverfisvænar vörur fyrir allan líkamann. Andlit, hendur, fætur, líkamann, hár og neglur.
FRÍ Dekurráð
Fáðu bestu dekurráðin send til þín þér að kostnaðarlausu og láttu dekrið ráða för þetta misserið.
Í FYRSTA SINN Á ÍSLANDI!
Spennandi netnámskeið þar sem þú lærir að búa til þínar eigin eiturefnalausu húðvörur heima í stofu undir handleiðslu snyrtifræðings.
Hugsunin á bakvið Dekur alla daga
Hugsjón okkar er að byggja upp samfélag og bjóða upp á nýjan möguleika þar sem húðvöruhönnun, umhverfisvitund, sjálfsást og sjálfsdekur er leiðarljósið. Þátttakendur læra að þekkja hráefni sem hægt er að nota í húðvörugerð og læra að útbúa sínar eigin eiturefnalausu snyrtivörur. Einnig er lögð áhersla á efnisnotkun, húðumhirðu og að líða vel í eigin skinni. Þátttakendur fá aðgang að kennslugátt hér á síðunni þar sem húðvöruhönnunin er kennd undir leiðsögn fagaðila.
Hugmyndasmiðirnir á bak við dekrið
Brynja og Dísa eru konurnar á bak við húðvöruhönnunar námskeiðið. Þær hafa báðar brennandi áhuga á að bæta líf sitt og annara. Eru báðar markþjálfar en að auki er Brynja bæði snyrtifræðingur og jógakennari. Dísa er svo grafískur hönnuður, matartæknir og mikill hugmyndasmiður. Út úr þeirri samanlögðu þekkingu og einlægum áhuga beggja hefur orðið til dásamlega fallegt og efnismikið dekur námskeið sem þú vilt ekki láta fara framhjá þér og sem mun jafnvel breyta þinni hugsun og líðan um ókomna tíð.